Lögreglan á Vestfjörðum segir í tilkynningu fyrr í dag að niðurstöðuskýrsla réttarmeinafræðings sem annaðist réttarkrufningu hinna látnu hafi borist.
Niðurstaða rannsóknar málsins er sú að andlát hjónanna er ekki talið hafa borið að með saknæmum hætti heldur var orsökin langvarandi veikindi þeirra beggja, sem ekki verður gerð frekari grein fyrir hér. Annar aðilanna hafði sést útivið nokkrum dögum áður en þau fundust látin á heimili sínu, en ekki var hægt að ákvarða nákvæman dánartíma.
Rannsókn málsins verður því hætt og það tilkynnt með venjubundnum hætti.