Í bændablaðinu sem kom út 15. ágúst er viðtal við ung hjón Ásgeir Ósmann Valdemarsson og Karen Ósk Guðmundsdóttir sem keyptu Litlu-Ásgeirsá í Víðidal í Vestur-Húnavatnssýslu í apríl 2022 og reka þar kúabú bæði mjólkurframleiðslu og holdanaut. Láta þau vel af tekjumöguleikum.
Þau segja að það hafi verið lán að tekjur jarðarinnar af laxveiðiréttindum í Víðidalsá séu ekki miklar. Það hafi gert kaupverðið á jörðinni viðráðanlegt.
„Það er fullt af frábærum jörðum hérna allan dalinn sem er búið að leggja í eyði út af þessari laxveiðiá hérna,“ segir Ásgeir í viðtalinu. Hann segir að nóg sé til að fólki sem vilji komast í búskap.