Veiðileysukleif: fært öllum bílum, en spáin ekki góð

Veiðileysukleif.

Vegagerðin hefur unnið hörðum höndum að viðgerð á veginum í Veiðileysifirði og yfir hálsinn svo og í Reykjafirði. Gunnar Númi Hjartarson, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar á Hólmavík sagði í samtali við Bæjarins besta að viðgerðinni væri svo gott sem lokið og vegurinn væri fær öllum bílum.

Vegurinn er grófur þar sem skemmdir urðu, sem eru við Burstafell í Veiðileysufirði og svo við Kýrvíkurbrekkuna í Reykjafirði við Sætrakleif innan til við Kjörvogshlíð.

En vegurinn væri blautur í Veiðileysukleifinni og spáð væri úrkomu og vindi, svo útlitið gæti verið betra. Hins vegar er Vegagerðin á vaktinni og mun bregðast við ef þörf krefur sagði Gunnar Númi.

Veiðileysukleif.

Úr Veiðileysukleifinni. Skemmdirnar sjást betur.

Myndir: Gunnar Númi Hjartarson.

DEILA