Teigskógur: orðum aukið að slitlagið sé misheppnað

Nýi vegurinn um Teigskóg. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Borðið hefur á óánægju með slitlagið á nýja veginum um Teigskóg sem tekið var í notkun á síðasta ári. Bæjarins besta innti Vegagerðina eftir því hvort slitlagið væri illa farið og misheppnað.

Í svörum Vegagerðarinnar segir að það sé orðum aukið að segja að slitlagið á nýja veginum um Teigskóg sé misheppnað og illa farið.

Staðfest er að skemmdir eru á slitlaginu við Hallsteinsnes en samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar var þar eingöngu komið einfalt slitlag og því viðbúið að skemmdir kæmu fram. 

„Ekki náðist að leggja seinna lagið þar vegna lélegrar tíðar að hausti. Það á sem sagt eftir að leggja seinna lagið við Hallsteinsnes en það verður gert fljótlega eftir lagfæringar á fyrra lagi.“ segir í svörunum.

DEILA