Gerður Björk Sveinsdóttir, bæjarstjóri í Vesturbyggð segir að sveitarfélagið hafi verið að auglýsa eftir skólastjóra í Tálknafirði og verið sé að ganga frá ráðningu þessa dagana. „Það er ekki búið að klára að skrifa undir ráðningasamning og því ekki tímabært að skýra frá því.“
Gerður segir að ráðningin verði lögð fyrir fjölskylduráð þegar þar að kemur.