Suðurtangi: aðalskipulagsbreytingar staðfestar

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt endanlega breytingar á aðalskipulagi Suðurtanga. Atvinnulóðum á svæðinu er fjölgað vegna mikillar eftirspurnar og er markmiðið að tryggja atvinnulífi á Ísafirði nægt
rými til vaxtar og þróunar, draga úr hagsmunaárekstrum á milli mismunandi atvinnugreina og auka öryggi.

Tillagan var samþykkt til auglýsingar í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar þann 11. júní 2024 og sendar Skipulagsstofnun til athugunar.

Skipulagsstofnun fór yfir framlögð gögn og gerði ekki athugasemd við að skipulagstillagan
verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga þegar brugðist hefur verið við eftirfarandi atriðum:

  • Taka þarf mið af áherslum gildandi Landsskipulagsstefnu 2024-2038.
  • Neðstikaupstaður er innan verndarsvæðis í byggð. Bent er á að verndarskilmála þarf að
    taka upp sem hverfisverndarákvæði í greinargerð aðaslskipulagstillögunnar eftir því sem
    við á. Einnig er minnt á að taka mið af þeim við gerð deiliskipulags.

Skipulags- og mannvirkjanefndar gerði breytingar á aðalskipulagstillögunni á fundi sínum 15. ágúst og tók tillit til athugasemda Skipulagsstofnunar og sendi málið til bæjarráðs sem fer með valsvið bæjarstjórnar í sumarleyfi hennar.

DEILA