Langtímasamningur hefur verið gerður milli Sjótækni og Arnarlax um áframhaldandi þjónustu við fiskeldisbúnað félagsins á Vestfjörðum til næstu fjögurra ára hið minnsta.
Sjótækni mun m.a sjá um köfun, þvott og skoðun á fiskeldisbúnaði í sjó. Einnig er samstarf um vinnubáta í margskonar verkefni fyrir félagið.
„Við erum stolt af því að gera langtímasamning við Arnarlax. Það er metnaður okkar í Sjótækni að vaxa með þeim fyrirtækjum sem starfa í greininni. Við höfum til fjölda ára veitt fyrirtækinu ýmsa þjónustu og það er gott að finna fyrir ánægju og trausti með þjónustu okkar. Samhliða þessum samningi munum við fjárfesta í vinnubát með öflugum tækjabúnaði sem mun sjá um þvott á búnaði og skoðun.“ Þá munu viðkomandi samningur styrkja félagið til frekari vaxtar og framþróunar á Íslandi, segir Kjartan J. Hauksson, framkvæmdastjóri og annar af tveimur eigendum Sjótækni.
„Við erum ánægð með áframhaldandi samstarf með Sjótækni sem við höfum starfað ánægjulega með síðustu ár. Það er okkur mikilvægt að geta gert samning við fyrirtæki á svæðinu og erum við afar stolt af þessu samstarfi sem hefur jákvæð samfélagsleg áhrif“ segir Rolf Orjan Nordli framkvæmdastjóri seiða- og sjóeldis hjá Arnarlaxi.
Myndir: aðsendar.