Oddi hf Patreksfirði: 551 m.kr. í fjárfestingu í fyrra

Nýja skipið Örvar SH siglir inn í Patrekshöfn um áramótin. MYnd: Patrekshöfn.

Oddi hf á Patreksfirði varði 551 m.kr. í fjárfestingu á síðasta ári. Segir í skýrslu stjórnar að það sé til þess að til að þróa og styrkja grunninn fyrir aukin umsvif fyrirtækisins.

Þar af voru um 385 millj.kr. vegna nýs fiskveiðiskips sem á að taka við af gamla Núp BA-690 sem er kominn til ára sinna. Fékk félagið skipið afhent í desember 2023. Einnig var tekin sú ákvörðun að endurnýja allt frystikerfi í húsinu og er sú fjárfesting áætluð um 150-170 millj.kr.

Hagnaður ársins varð um 215 m.kr. eða um 100 m.kr. lægri en árinu áður og segir stjórnin það vera annars vegar vera vegna minni afla og hins vegar vegna samdráttar í framleiðslu og sölu í laxavinnslu, en Oddi hefur keypt eldislax og unnið hann í verktöku.

Rekstrartekjur fyrirtækisins voru 3,3 milljarðar króna og framlegð fyrir afskriftir og fjármagnskostnað var 405 m.kr.

Laun og tengd gjöld voru 1.020 m.kr. og stöðugildin voru 64. Fækkaði þeim um 2 frá fyrra ári.

Eignir félagsins voru bókfærðar um áramótin á 4,4 milljarða króna, þar af eru fiskveiðiheimildir 2.452 þorskígildi færð á 2,3 milljarða króna.

Eigið fé nam 1.753 m.kr. og er það 40% af eignum.

Samþykkt var að greiða arð 0,4 kr. á hvern hlut.

Hluthafar eru þrír. OPO ehf á 89,94% hlutafjár, Sigurður Viggósson og Skjöldur Pálmason eiga 0,03% hvor um sig og félagið á 10% í sjálfu sér.

OPO ehf er að jöfnu í eigu Sigurðar og Skjaldar.

DEILA