Þessa dagana vinnur Vegagerðin að því að leggja nýtt slitlag á Vestfjarðaveg í Dölunum, þar sem fyrr á þessu ári brugðið var á það ráð að eyða gömlu slitlagi og breyta því í malarveg að nýju. Í gær var unnið að lagningu á kaflanum milli Fellsenda og Erpsstaða.
Búið er að leggja á nokkra kafla þaðan og til Búðardals. Mikið steinkast fylgir þessum framkvæmdum og eru ökumenn minntir á að hægja ferðina þegar farið er yfir þessa vegarkafla. Búist er við að unnið verði áfram út vikuna við útlögn á nýju slitlagi.
Myndir: Kristinn H. Gunnarsson.