Í umfangsmikilli fræðilegri úttekt sem nýlega var birt í vísindatímaritinu Reviews in Aquaculture er komist að þeirri niðurstöðu að ónákvæmni í núverandi regluverki um framleiðslu á Atlantshafslaxi í Noregi leiði líklega til ofmats á áhrifum laxalúsar á villtan Atlantshafslax. Enn fremur er ályktað að hægt væri að bæta nákvæmni og notagildi kerfisins sem leiðarvísir við ákvarðanatöku um verndun villtra laxa með því að nýta betur þegar tiltækar rannsóknarniðurstöður og tryggja að gögnin og forsendurnar endurspegli best núverandi stöðu vísindalegrar þekkingar.
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá rannsakendunum þremur, en einn þeirra er Albert K. D. Imsland, Íslendingur sem gegnir prófessorsstöðu í fiskeldi við háskólann í Björgvin.
Laxalús er sjávarsníkjudýr sem lifir af fiskhúð, slími og blóði og hefur lifað saman við villta laxfiska í milljónir ára. Laxalús hefur fengið aukna athygli á undanförnum áratugum þar sem fiskeldisstöðvar veita sníkjudýrinu hagstæð skilyrði til að fjölga sér.
Árið 2017 var nýtt eftirlitskerfi, umferðarljósakerfi (TLS), innleitt í Noregi með það að markmiði að stjórna vexti laxaeldis út frá áætluðum áhrifum laxalúsar úr fiskeldi á lifun villtra Atlantshafslaxa.
Þar sem ekki er hægt að mæla áhrif laxalúsar frá eldisuppruna og erfitt er að aðgreina þau frá öðrum þáttum sem hafa áhrif á afkomu villtra laxa, byggir TLS á athugunargögnum (lús skráð á fiski á sama landsvæði) og líkanagögnum (líkan af lúsaálagi á sýndargöngu ungum laxa) til að meta hættuna á neikvæðum áhrifum á villta laxastofna.
Nýleg umfangsmikil úttekt á fræðigreinum sem liggja til grundvallar TLS sem var nýverið gerð af van Nes S, Imsland AKD og Jones SRM (2024) og er sett fram í samhengi við núverandi TLS. Úttektin sýnar fram á ónákvæmni í TLS kerfinu sem líklega leiðir til þess að áhrif laxalúsar á villtan lax séu ofmetin.
Til stuðnings þessum niðurstöðum var framkvæmt rýni á birtum rannsóknarniðurstöðum í vísindatímaritum sem sýna fram á ósamræmi í tengslum milli lúsamagns á fiski í fiskeldisstöðvum og sýkingar villtra fiska á nærliggjandi svæðum, sem og takmörkuð eða engin tengsl við stofnvirkni villtra laxastofna (sjá meðfylgjandi mynd, mynd 7. í van Nes o.fl., 2024).
Ofmat á neikvæðum áhrifum laxalúsar frá fiskeldisstöðvum gæti haft öfug áhrif á verndun villtra laxa þar sem aðrar mikilvægar breytur í lifun laxa gætu því verið vanmetnar. Þess vegna eru úrbætur mikilvægar til að auka gildi TLS fyrir verndun laxa og stýringar fiskeldis í Noregi.
Grein van Nes, Imsland og Jones er aðgengileg hér: http://doi.org/10.1111/raq.12953
Mynd (Mynd 7 í van Nes o.fl., 2024): Núverandi uppbygging umferðarljósakerfisins (TLS) í Noregi. Strangari lúsareglur draga úr lúsamagni í fiskeldisstöðvum. Hins vegar er fylgnin á milli lúsamagns á eldissvæðum og sýkingar í nærliggjandi villtum laxfiskastofnum takmörkuð eða ábótavant sem bendir til mikilvægis annarra breytna. Einnig er skortur á fylgni milli TLS spár um stofnáhrif fiskeldis og áhrifa laxalúsar á villtra Atlantshafslaxa. Óviljandi áhrif strangari lúsareglna eru minni velferð og aukin dánartíðni eldisfiska vegna mótvægisaðgerða. Í stuttu máli bendir þetta til þess að umhverfisstýring núverandi TLS sé takmarkað og úrbætur eru mikilvægar til að auka gildi TLS fyrir verndun villtra laxa og framleiðslustýringu fiskeldis. Aðlagað frá mynd 17 í Larsen og Vormedal, 2021 (https://doi.org/10.1016/j.aquaculture.2020.736000 ).
Sjá einnig:
https://e24.no/hav-og-sjoemat/i/yEld7a/vi-ble-overrasket-over-havforskningsinstituttet