Muggi byggir

Húseiningarnar komnar vestur. Myndir: Guðbjartur Ásgeirsson.

Það gengur vel að byggja á Hlíðarvegi 50 á Ísafirði. Þar er Guðmundur M. Kristjánsson fyrrv. hafnarstjóri að reisa myndarlegt einbýlishús. Húseiningarnar komu vestur í gær með flutningabíl og var strax hafist handa við uppsetningu þeirra. Lettneskir smiðir koma að utan með húseiningunum og munu setja þær upp næstu daga. Muggi sagði í samtali við Bæjarins besta að Lettarnir ætluðu sér þrjá dag til þess að setja einingarnar saman á grunninum.

DEILA