Messað verður í Eyrarkirkju í Seyðisfirði á morgun, sunnudag og hefst messan kl 14.
Eyri hefur löngum veriði kirkjustaður íbúa Seyðisfjarðar og hún var helguð Pétri postula í katólskri tíð.
Nokkrar hinar síðari aldir var hún hluti af Ögurþingum en var sett undir Ísafjörð árið 1970.
Hún var friðuð 1. janúar 1990.
Kirkjan, sem nú stendur, var byggð 1866. Hún er járnklætt timburhús. Guðmundur Bárðarson bóndi á Eyri lét byggja núverandi kirkju.
Eyrarkirkja er bændakirkja og er í einkaeigu.