Formenn og framkvæmdastjórar landshlutasamtakanna funduðu í húsakynnum Sambands íslenskra sveitarfélaga í gær til að undirbúa fund með innviðaráðherra, Svandísi Svavarsdóttur, seinna um daginn.
Á fundinum með ráðherra, þar sem einnig voru skrifstofustjórar ráðuneytisins og ráðuneytisstjóri, kynntu fulltrúar landshlutasamtakanna meðal annars starfsemi sína og mikilvægi Sóknaráætlana landshlutanna fyrir byggðaþróun í landinu og hvöttu til eflingu þeirra, en um þessar mundir eru í vinnslu nýjar sóknaráætlanir fyrir 2025-2029 í öllum landshlutum.