Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar um að úthluta lóðinni Ísafjarðarvegur 8 í Hnífsdal til Friðriks Rúnars Hólm Ásgeirssonar, Þorlákshöfn. Áformað er að byggja húsið næsta sumar og kaupa tilbúið hús.
Setur bæjarráðið vengubundin skilyrði, sem eru að lóðarumsókn falli úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
Lóðin Ísafjarðarvegur 8 er 258 fermetrar að stærð.