Hesteyri: slökkviliðið gerir engar athugasemdir

Læknishúsið á Hesteyri.

Fram kom á bb.is í síðustu viku að slökkvilið Ísafjarðarbæjar hefði fallist á leyfi fyrir 16 manna gististað í Læknishúsinu á Hesteyri með fyrirvara þó.

Hermann Hermannsson hjá Slökkviliði Ísafjarðarbæjar segir að tafist hafi hjá slökkviliðinu að gera sína úttekt á staðnum fyrri hluta sumar vegna anna og erfiðleika við að fá far norður. Var því ákveðið að gefa jákvæða umsögn með fyrirvara til þess að tefja ekki útgáfu rekstrarleyfisins.

Slík afgreiðsla telst til undantekninga hjá sjökkviliðinu. Eftirlitsmaður komst norður nokkrum dögum síðar. „Úttektin var án athugasemda þ.e allar eldvarnir voru í lagi.“ segir Hermann.

DEILA