Beint frá býli : um 4.500 manns mættu

Freyja Magnúsdottir Eysteinseyri í Tálknafirði var komin langan veg með vörur sínar. myndir: Kristinn H. Gunnarsson.

Samtök smáframleiðenda matvæla héldu á sunnudaginn svonefndan beint frá býlí dag þar sem félagsmenn kynntu og höfðu til sölu framleiðslu sína. Á sjö stöðum á landinu voru sölutjöld og um þriðjungur félagsmanna tók þátt. Um helmingur þeirra sem búa á lögbýlum voru með afurðir til sölu.

Oddný Anna Björnsdóttir, formaður samtakanna segir að veðurfar hafi verið breytilegt, á einum staðnum var aftakaveður en á hinum landshlutunum var allt frá afbragðs veðri, sól og blíðu, í ágætis veður.

Hún segir að salan hafi verið góð og hafði heyrt í einum félagsmanninum sem seldi fyrir liðlega hálfa milljón kr. á þeim þremur klst sem opið var.

Tilgangur dagsins var svo að bjóða íbúum og gestum landshlutanna heim á býli og gefa þeim tækifæri til að kynnast og kaupa vörur beint af smáframleiðendum, samhliða því að eiga góðan og fjölskylduvænan dag á íslensku bóndabýli síðasta helgidag fyrir skólabyrjun.

Hafdís Sturlaugsdóttir, bóndi á Húsavík í Tungusveit við Steingrímsfjörð var ein þeirra sem var með til sölu afurðir sínar í sölutjaldi á Sævangi. Hún sagði að þar hefðu verið sjö framleiðendur samankomnir. Allan tíman var mikil traffík af fólki og þetta hafi verið góð kynning á heimaframleiðslunni og hún var sátt við söluna. Um 450 manns komu í Sævang.

Hafdís Sturlaugsdóttir við söluborð sitt. Þar voru einkum kjötvörur.

DEILA