Á íbúafundi í Árneshreppi í gær kom fram að sögn Skúla Gautasonar, staðgengils sveitarstjóra að ýmsir möguleikar væru fyrir hendi varnadi mögulega sameiningu Árneshrepps við annað sveitarfélag en að að mati fundarmanna er forsenda þeirra allra væru bættar samgöngur, einkum yfir Veiðileysuháls.
Það er rökstutt með því að eitt af markmiðum sameiningar sveitarfélaga er að búa til eitt atvinnusvæði og að það verður ekki í þessu tilviki án samgöngubóta.
Skúli sagði að framhaldið myndi ráðast af viðbrögðum Innviðaráðuneytisins sem kallaði eftir viðbrögðum sveitarfélagsins við áhuga ráðuneytisins á sameiningu.
Eftir því sem Bæjarins besta kemst næst er helst áhugi á viðræðum um sameiningu við næsta sveitarfélag, Kaldrananeshrepp, en engar formlegar viðræður hafa átt sér stað.