Vesturbyggð: sviðsstjóri fjármála og stjórnsýslusviðs ráðinn tímabundið

Nanna Lilja Sveinbjörnsdóttir.

Bæjarráð Vesturbyggðar hefur samþykkt samhljóða að ráða Nönnu Lilju Sveinbjörnsdóttur tímabundið í starf sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs Vesturbyggðar fram að fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar vorið 2026.

Í starfinu er Gerður Björk Sveinsdóttir, en hún hefur verið ráðin sem bæjarstjóri. Gerður staðfestir við Bæjarins besta að hún muni eiga þess kost eftir tvö ár ef aðstæður verða þannig að ganga til baka í sitt fyrra starf.

DEILA