OV: áframhaldandi jarðhitaleit á næsta ári

Elías Jónatansson, Orkubússtjóri.

Elías Jónatansson, Orkubússtjóri segir að ÍSOR vinni að mati á þeim upplýsingum sem fást með borunum á Patreksfirði og Ísafirði í 1. áfanga jarðhitaleitar jafn óðum og þær koma inn frá mælingum á staðnum og mun staðsetning á frekari rannsóknarholum ráðast af þeim niðurstöðum.  Það er ætlunin að halda eitthvað áfram með boranir, líklega til áramóta segir Elías.

Orkusjóður veitt fyrir helgina Orkubúi Vestfjarða 91,3 m.kr. styrk til 1. áfanga verkefnisins á Patreksfirði og Ísafirði. Hann segir að boranirnar sem hafa verið í gangi í Tungudal og á Patreksfirði tilheyri 1. áfanga og er kostnaðurinn kominn nálægt úthlutuðum styrk í þann áfanga.

Orkusjóður veitti tvo styrki til 2. áfanga annan á Patreksfirði kr 51,3 m.kr. og hinn til frekari borunar á Ísafirði kr 45,3 m.kr.

Elias segir að unnið verði að 2. áfanga með áframhaldandi jarðhitaleit fyrir Ísafjörð og Patreksfjörð á næsta ári.

DEILA