Kolaport Kvenfélagsins Hvatar í Hnífsdal

Hið árlega og stórglæsilega Kolaport og basar kvenfélgsins Hvatar verður laugardag og sunnudag 25.-26. nóvember frá kl. 14 -17 báða dagana í Félagsheimilinu Hnífsdal.

Allt mögulegt til sölu notað og nýtt, ásamt miklu magni af hnallþórum, síld og rúgbrauði.

Heitt súkkulaði og vöfflur selt á staðnum.

Og það ætti ekki að þurfa að taka það fram að ágóðinn rennur til góðra málefna.

Tekið verður á móti varningi í kvöld þriðjudag á milli 20 og 21 í Félagsheimilinu í Hnífsdal.
Við biðjum fólk að koma ekki með ónýta hluti, túbusjónvörp eða stór húsgögn.

Við tökum á móti fötum, húsbúnaði, bókum og ýmsu nytsamlegu sem gæti fengið framhaldslíf á öðru heimili 

DEILA