Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar staðfesti í gær niðurfellingu gatnagerðargjalda af lóðinni Seljaland 23, Ísafirði. Er það í samræmi við samþykkt bæjarstjórnar um tímabundna niðurfellingu gatnagerðargjalda við fullgerðar götur.
Lóðin er 896 fermetrar að stærð og hámark bygginga má vera 268,8 fermetrar.
