Á morgun og fram á miðvikudag er appelsínugul viðvörun í gildi vegna veðurs á Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra og á Ströndum. Gul viðvörun er í gildi fyrir aðra landshluta.
Búast má við norðvestan og norðan 15-23 m/s og rigningu eða slyddu, en snjókoma á heiðum, talsverð eða mikil úrkoma austantil á svæðinu.
Færð versnar því ört á fjallvegum og samgöngutruflanir eru líklegar segir í tilkynningu frá Veðurstofunni.