Arna Lára: undirbúningur þegar hafinn fyrir Bestu deildina

Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri.

„Við vorum til allra hamingju búin að gera ráð fyrir að fara í miklar framkvæmdir á Torfnesi og setja gervigras á báða vellina.“ segir Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ í gærkvöldi aðspurð um það hvort takist að hafa vallaraðstæður á Torfnesi tilbúnar fyrir fyrsta leik í Bestu deildinni.

undirbúningur hófst þegar í dag

„Það fylgja því ýmsar kröfur varðandi keppnisvelli að spila í Bestu deildinni og við fórum strax í það í dag að kanna hjá KSÍ hvaða atriði við þurfum að bregðast við strax og hvað gæti fallið undir undanþáguákvæði. Okkar hugur og metnaður stendur til að bjóða upp á góðar aðstæður til knattspyrnuiðkunar og er nýtt gervigras á báða vellina risastórt fyrsta skref á þeirri vegferð.“

gervigras á báða velli frekar en hitalagnir

„Bæjarráð ákvað heldur að setja fjármagn gervigras á báða velli frekar en að setja lagnir til hitunar. Keyptur verður snjóblásari og tæki til að moka æfingavöllinn svo hægt verði að stunda æfingar þegar fer að snjóa. Þannig að undirbúningur er þegar hafinn fyrir Bestu deildina 2024 og stefnt er á að fyrsti leikurinn verði spilaður á Torfnesi í 10. apríl nk.“

DEILA