
Héraðsfundur Vestfjarðaprófastsdæmis var haldinn á Hólmavík þann 10. september 2023. Á fundinum var samþykkt að skora á biskupafund og kirkjuþing að fjölga prestum á Vestfjörðum.
Í dag eru ekki nema 5 prestar á Vestfjörðum en um síðustu aldamót voru þeir 14 talsins.
Ályktunin var samþykkt einróma. Vígslubiskupinn í Skálholti, sr. Kristján Björnsson var á héraðsfundinum. Hann kvaðst sammála ályktuninni og því að of fáir prestar væru í prófastdæminu.
Prófasti var falið að skrifa greinargerð og leggja hana fram með ályktuninni á næsta kirkjuþingi.

Til vinstri er Sólrún Jónsdóttir formaður sóknarnefndar Hólmavíkursóknar. Við hlið hennar er sr. Sigríður Óladóttir.