Selárdalur: göngustígur samþykktur

Teiknað er með gulu stígur frá Brautarholti og niður í fjöru.

Bæjarstjón Vesturbyggðar hefur samþykkt óverulega breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar fyrir Selárdal í Arnarfirði, þar sem bætt er við göngustíg frá Brautarholti niður í fjöru. Grenndarkynning hefur farið fram.

Það var félag um listasafn Samúels sem sótti um heimild fyrir breytingunni. Umsögn Minjastofnunar Íslands liggur fyrir sem gerði ekki athugasemdir við breytingartillöguna. Leiðin verður einungi stikuð og ekki farið út í jarðrask við stígagerðina.

Skipulagsbreytingin verður nú send til Skipulagsstofnunar og auglýsing birt i B-deild Stjórnartíðinda.

DEILA