Púkinn: list fyrir alla í Bolungavík

Grunnskóli Bolungarvíkur gerði margt og mikið á Barnamenningarhátíðinni Púkanum. Yngsta stig fór í tilfinninga tóna sem er fræðsla um tilfinningar, fjórði bekkur sagði að það væri skemmtilegast að tromma. Margir nemendur skólans fóru í nútímadans hjá Siggu Soffíu og tóku svo myndband í endann af öllum hópnum að dansa. Miðstig og unglingastig máluðu yfir gömlu gangbrautina regnboga í tengslum við hinsegin samfélagið. Allt yngsta- og miðstig fór í „List fyrir alla“ hjá Blæ og Evu Rún. Með þeim gerðu krakkarnir persónu sem Blær teiknaði. Síðan voru þær með spjöld með myndum og krakkarnir gerðu sögu um persónuna með því. Nokkrir krakkar úr sjöunda bekk  og unglingastigi fóru í gervigreind og gerðu mynd með gervigreindinni. Kom það skemmtilega út. Allir krakkarnir á yngsta stigi  og miðstigi fóru svo á lokahátíð Púkans á Ísafirði, þar sem Gunni og Felix skemmtu. 

Nemendur 7. bekkjar skrifuðu þessa grein.

Púkinn – barnamenningarhátíð á Vestfjörðum fer fram í september og af því tilefni skrifa börn um alla Vestfirði fréttir á vef Bæjarins besta á meðan á hátíðinni stendur.

DEILA