ÓK Í ÞRJÁ TÍMA TIL AÐ HLAUPA MEÐ FORSETANUM

Um 70 manns tók þátt í Forsetahlaupi UMFÍ á Patreksfirði, allt frá kornabörnum og fjölskyldum sem hljóp með barnavagna og einstaklingar á öllum aldri. Gríðarlega góð stemning var í hlaupinu sem fór fram í góðum meðbyr og mótvindi og svolitlum skúr. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni hlupu þátttakendur í 15 metrum á sekúndu.

Ein af þeim sem tók þátt í hlaupinu var Joanna Pietrzyk-Wiszniewska í Hnífsdal. Hún segir svo frá í viðtali við UMFÍ :

„Mig langar svo að segja fólkinu mínu að ég hafi hlaupið með forsetanum. Það er mjög merkilegt að geta það og hafa gert það,‟.

Hún sá auglýsingu um Forsetahlaup UMFÍ á Facebook og langaði mikið að taka þátt í hlaupinu þegar það fór fram á Patreksfirði á laugardagsmorgun. 

Joanna, sem er frá Kraká í Póllandi, hefur verið búsett í Hnífsdal síðastliðin níu ár. Hún lagði það því á sig að leggja af stað heiman að frá sér klukkan sjö á laugardagsmorgun og aka í um þrjár klukkustundir til að ná í hlaupið, sem hófst rúmlega tíu. Joanna hljóp 2,5 kílómetra í hlaupinu með fjölda fólks úr Vesturbyggð, Tálknafirði og víðar.

DEILA