Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands, afhenti Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, og Tønnes Svanes, sendifulltrúa Norska sendiráðsins, eintak af bókinni Frændur fagna skógi eftir Óskar Guðmundsson á aðalfundi Skógræktarfélags Íslands á Patreksfirði í dag. Bókin fjallar um samskipti þjóðanna í skógarmálum, sérstaklega skiptiferðir norskra og íslenskra skógræktarmanna fyrr á árum og kemur hún út bæði á íslensku og norsku.
Dagskrá aðalfundarins má nálgast á vef Skógræktarfélagsins: https://www.skog.is/adalfundur-2023/