Kosið um samein­ingu Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps 9.- 28.október nk.

Samstarfs­nefnd um samein­ingu Tálkna­fjarð­ar­hrepps og Vest­ur­byggðar hefur unnið grein­ar­gerð um samein­ingu sveit­ar­fé­lag­anna. Álit hennar og greina­gerð hafa fengið umræðu í sveit­ar­stjórnum beggja sveit­ar­fé­laga, án atkvæða­greiðslu. Næstu skref er að íbúar fái tæki­færi til að greiða atkvæði um tillögur nefnd­ar­innar. Mun kosn­ingin fara fram dagana 9.-28.október í báðum sveit­ar­fé­lögum.

Þjóðskrá hefur opnað fyrir rafrænan aðgang að kjörskrárstofni svo kjósendur geti með einföldum hætti kannað hvort þeir eru skráðir á kjörskrá í kosningunum sem fara fram 9.- 28. október næstkomandi. Ekki er flett upp í þjóðskrá heldur er flett upp í kjörskrárstofni. Að kjördegi loknum verður lokað fyrir aðgang að uppflettingunni.

Nánari upplýsingar má nálgast hér (Hvar á ég að kjósa? | Þjóðskrá (skra.is))

Hverjir mega kjósa?

Íslenskir og norrænir ríkisborgarar sem eiga lögheimili í öðru hvoru sveitarfélaginu sem um ræðir og hafa náð 16 ára aldri á kjörtímabilinu geta kosið um sameiningu. Erlendir ríkisborgarar, 16 ára og eldri, sem átt hafa lögheimili á Íslandi í þrjú samfellt á kjörtímabilinu hafa einnig kosningarétt.

DEILA