Hafró: í smalafríi í dag

Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri í Hafrannsóknarstofnun.

Ekki hafa borist svör frá Hafrannsóknarstofnun við fyrirspurn Bæjarins besta frá 7.september um strokulaxa sem veiðst hafa í ám. Spurt er hversu marga laxa stofnunin hafi fengið til greiningar, hvar þeir hafi veiðst og hver niðurstaða greiningar hafi verið.

Fyrirspurnin var ítrekuð í gær og barst þá svar frá Guðna Guðbergssyni sviðsstjóra þar sem segir „Það hefur verið í mörg horn að líta síðustu daga. Ég verð í smalafríi á mánudag en skoða svo þína beiðni um leið og færi gefst.“ Ekki fengust upplýsingar um hve mörg sýni stofnunin hafi fengið til greiningar.

Síðast þegar Hafrannsóknarstofnun gaf út upplýsingar höfðu 27 eldislaxar greinst af 34 sýnum sem skoðuð voru. Gunnar Örn Petersen, framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga fullyrðir í viðtali við RUV að 138 eldislaxar hafi veiðst í 38 ám.

DEILA