Fjarheilbrigðisþjónusta er byggðamál

Byggðamál snerta flesta, ef ekki alla, málaflokka ríkisins og í stefnumótandi byggðaáætlun er lögð áhersla á samhæfingu við aðra stefnumótun og áætlanagerð hins opinbera.

Af 44 aðgerðum byggðaáætlunar fyrir árin 2022-2026 eru 32 aðgerðir á ábyrgð annarra ráðuneyta en innviðaráðuneytis og tengjast málefnasviðum þeirra.

Ein af þeim er aðgerð A.5 Fjarheilbrigðisþjónusta.

Markmið með þeirri aðgerð er að aðgengi að heilbrigðisþjónustu verði aukið og bætt með nýsköpun og nýtingu tækni og fjarskipta við framkvæmd þjónustu. 

Byggðaáætlun leggur 20 m.kr. á ári til aðgerðarinnar sem heilbrigðisráðuneytið ber ábyrgð á.

Nýverðið úthlutaði Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra 55 milljónum kr. til 18 verkefna á sviði gæða- og nýsköpunar í heilbrigðisþjónustu.

Verkefnin hafa öll að markmiði að bæta þjónustu við notendur og stuðla að greiðara aðgengi með stafrænum lausnum. Styrkir til hvers verkefnis eru á bilinu 2-4 m.kr.

DEILA