Um 59 milljón tonna af matvælum eða um 131 kg/íbúa er sóað í Evrópu árlega. Rúmlega helming má rekja til matarsóunar á heimilinum. Fátt bendir til þess að matarsóun sé minni hér á landi
Einkunnarorð dagsins eru “Stöðvum matartap og matarsóun. Fyrir fólkið. Fyrir jörðina”.
Tilgangurinn er að auka meðvitund um umfang matarsóunar og mikilvægi aðgerða meðal matvælaframleiðanda, smásala og neytenda til að minnka matarsóun. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna nr. 12 er ábyrg neysla og framleiðsla. Eitt undirmarkmiðanna er; „Eigi síðar en árið 2030 hafi sóun matvæla á smásölumarkaði og hjá neytendum minnkað um helming. Nýting í matvælaframleiðslu og hjá birgðakeðjum verði bætt, þ.m.t. við uppskeru“.
Með því að draga úr matarsóun má vernda umhverfið, nýta betur auðlindir og spara fé. Draga má úr sóun með því að breyta umgengni okkar við matvæli.