Samkvæmt frumvarpi til fjárlaga 2024 sem kynnt var á fréttamannafundi í morgun er gert er ráð fyrir aukinni gjaldtöku af rafbílum. Innleitt verður nýtt tekjuöflunarkerfi í tveimur áföngum.
Fjármálaráðherra gat þess í kynningu frumvarpsins að gefið hafi verið of mikið eftir af heildartekjum vegna rafbíla.
Fjármálaráðherra sagði ennfremur að í gildi hafa verið fram að þessu ívilnanir fyrir umhverfisvæna bíla og við höfum séð orkuskiptin eiga sér stað, sérstaklega fyrir heimilin í landinu og mörg fyrirtæki.
Fjármálaráðherra taldi þesar ívilnanir skynsamlegar til þess að fá breytinguna af stað en augljóst er að þegar upp er staðið þá verða allir að greiða fyrir þátttöku eða fyrir notkun á vegakerfinu.
Stíga á ákveðin skref á næsta ári þar sem rafbílar munu fara að greiða fyrir notkun á vegakerfinu.
Í fjárlagafrumvarpinu kemur fram að nýju heildarkerfi fyrir skattlagningu á ökutæki og eldsneyti sé ætlað að auka tekjur ríkissjóðs um 7,5 milljarða árið 2024.