Íbúum í Vesturbyggð heldur áfram að fjölga og um síðustu mánaðamót voru þeir orðnir 1.203 og hefur fjölgað um 29 frá 1. desember síðastliðnum. frá 1. des. 2019 hefur fjölgað í sveitarfélaginu um 18%, úr 1.020 íbúum í 1.203.
Þá hefur frá 1. deember 2022 fjölgað um 20 manns í Bolungavík og voru íbúar þar þann 1. ágúst 1.009. Langvarandi fækkun hefur verið í Bolungavík og voru 952 íbúar 1. desember 2020. Síðan hefur heldur fjölgað og einkum síðustu tvö árin. Í báðum þessum sveitarfélögum hefur uppbygging laxeldisfyrirtækja verið mikil og störfum fjölgað.
Á Vestfjörðum fjölgaði um 80 manns frá 1. desember sl og eru nú 7.450 íbúar í fjórðungnum. . Auk fjölgunar í Vesturbyggð og í Bolungavík fjölgaði um 19 manns í Ísafjarðarbæ og um 12 íbúa í Strandabyggð.
Athyglisvert er að í júlímánuði fjölgaði um 23 íbúa í Vesturbyggð sem er óvenjumikil fjölgun á einum mánuði á Vestfjörðum.