Rafmagnsleysið í vikunni: OV brenndi 12 þúsund lítrum af olíu líka

Rafmagnsleysið á Vestfjörðum í vikunni leiddi til þess að Landsnet varð að brenna 12 þúsund lítrum af olíu þá tvo daga sem Geiradalslína var ekki í rekstri vegna viðhalds.

Rafmagnsleysið hafði einnig áhrif hjá Orkubúi Vestfjarða. Elías Jónatansson, Orkubússtjóri staðfestir að Orkubúið hafi einnig þurft að brenna 12 þúsund lítrum vegna þess að að keyra þurfti olíukatla Orkubús Vestfjarða fyrir 6 hitaveitur á meðan flutningslínan var úti.

Samtals varð því að brenna 24 þúsund lítrum af olíu vegna skorts á rafmagni frá Landsneti. Ætla má að það sé um 20 tonn af olíu.

DEILA