Umhverfisstofnun hefur tekið í notkun starfsaðsaðstöðu í gömlu Búðinni á Hesteyri.
Húsið var byggt árið 1928 og þjónaði sem verslun á meðan byggð var á svæðinu.
Það er tvílyft timburhús, sem var skipt í verslun, lager, geymsluloft og litla skrifstofu verslunarstjóra.
Í Búðinni er nú að finna heimili landvarða en þar er jafnframt opið fyrir almenning inn í verslunarhluta húsnæðisins. Þar er lögð áhersla á að upprunalegar innréttingar verslunarinnar fái að njóta sín.
Í viðbyggingu við Búðina er svo að finna hreinlætisaðstöðu fyrir gesti Hesteyrar.
Með þessu húsnæði breyttist aðstaða Umhverfisstofnunar á Hesteyri stórkostlega. Fram að því að húsnæðið var tekið í notkun á síðasta ári hafði landvörðurinn búið í tjaldi á tjaldsvæðinu og eina hreinlætisaðstaðan sem stofnunin bauð upp á var þurrkamar við tjaldsvæðið.