Jón Ingi Jónsson sveitarstjórnarmaður í Tálknafjarðarhreppi óskaði eftir heimild til afbrigða við dagskrá á síðasta fundi sveitarstjórnar þannig að starfslok sveitarstjóra yrðu tekin á dagskrá. Var það samþykkt samhljóða.
Jón Ingi lagði til að gengið yrði til viðræðna við Ólaf Þór Ólafsson sveitarstjóra um starfslok hans og rökstuddi hana segir í fundargerð. Orðið var gefið laust en enginn kvaddi sér hljóðs. Tillagan var borin upp til atkvæða og greiddi Jón Ingi atkvæði með henni fjórir sveitarstjórnarmenn, Jóhann Örn Hreiðarsson, Jenný Lára Magnadóttir, , Guðlaugur
Jónsson og Lilja Magnúsdóttir greiddu atkvæði gegn henni. Tillagan var því felld með 4
atkvæðum gegn 1.
Lilja Magnúsdóttir, oddviti lét bóka að hún bæri fullt traust til sveitarstjóra og starfa hans.
Á sama fundi var kosinn oddviti til næsta árs. Lilja Magnúsdóttir var réttkjörin. Hún fékk fjögur atkvæði en einn greiddi atkvæði gegn henni.