Reykhólavefurinn segir frá því að Garpsdalskirkju hafi á dögunum fært orgel, sem afkomendur Jóhanns Guðmundssonar á Hólmavík gáfu kirkjunni.
Það voru þeir Ingimundur og Þorkell synir Jóhanns, og Jón Ingimundarson sonarsonur hans sem afhentu sóknarnefnd Garpsdalskirkju hljóðfærið.
Þetta orgel var í eigu Jóhanns Guðmundssonar, en hann féll frá snemma á þessu ári.
Hljóðfærið er í ágætu standi en vantaði hlutverk. Ingimundur er mjög virkur í kórstarfi í kirkjunum á Ströndum og Reykhólum og hefur einnig sungið við athafnir og veitti því þá athygli að orgelið í Garpsdalskirkju var orðið ónothæft.
Því varð það að ráði að fjölskyldan bauð kirkjunni orgelið að gjöf og var það þegið með þökkum.
Að afhendingu lokinni spilaði Jón Ingimundarson nokkur lög á orgelið, en hann er píanókennari og hljómborðsleikari