Fjórði Daninn til Vestra

Knatt­spyrnu­deild Vestra hef­ur samið við danska sókn­ar­mann­inn Tarik Ibra­himagic.

Hann lék síðast með Næst­ved í dönsku 1. deild­inni.

Ibra­himagic, sem er 22 ára, hef­ur spilað sjö leiki fyr­ir OB í dönsku úr­vals­deild­inni. Þá var hann í yngri landsliðum Dan­merk­ur á sín­um tíma.

Fyr­ir eru þrír Dan­ir hjá Vestra; Gustav Kj­eld­sen, Morten Han­sen og Mikk­el Jak­ob­sen. Vestri er í sjötta sæti 1. deild­ar­inn­ar.

DEILA