Fimmtudagur 24. apríl 2025

Dalir: Liðlega 200 manns á Sturluhátíð

Auglýsing

Metfjöldi mætti á Sturluhátíð í Dölum sem haldin var síðasta laugardag. Í fyrra voru um 140 gestir á hátíðinni en Einar K. Guðfinnsson, formaður stjórnar Sturlufélagsins segir að rúmlega 200 manns hafi mætt að þessu sinni.

Hátíðin er haldin til þess að halda á lofti minningu sagnaritarans Sturlu Þórðarsonar og hún hófst að Staðarhóli þar sem afhjúpuð voru fjögur söguskilti sem félagið hefur látið gera og eru þau bæði á íslensku og ensku. Mjög var vandað til verka og fengnir listamenn til þes að myndskreyta skiltin.

Að lokinni afhjúpun var farið í stutta sögugöngu með sérfróðu leiðsögufólki um Staðarhólinn. Sagt var frá fornleifauppgreftri sem þar hefur staðið yfir og varpað ljósi á sögu þessa merka staðar. Hátíðinni var síðan fram haldið á Hótel Laugum í Sælingsdal. Þar fluttu ávörp Einar K. Guðfinnsson, Ármann Jakobsson, prófessor,Vilborg Davíðsdóttir, rithöfundur og Torfi Tulinius prófessor. 

Einar K. segir að fjöldinn sem kom segi sína sögu; „Sturlunga og verk Sturlu Þórðarsonar lifa enn í hugum Íslendinga. Þetta er okkur sem skipum stjórn Sturlufélagsins, hvatning til að halda áfram á sömu braut með áframhaldandi uppbyggingu á Staðarhóli og árlegri Sturluhátíð að ári.“

Frá athöfninni að Laugum.
Frá sögugöngunni á Staðarhóli.
Dýrfirðingurinn Vilborg Davíðsdóttir flutti erindi um völvur.

Auglýsing

Auglýsing
Auglýsing

Nýtt á BB

Auglýsing

Fleiri fréttir