Vestfirðir: fjölgar um 72 íbúa

Íþróttamiðstöðin á Hólmavík. Í Strandabyggð hefur fjölgað um 8 íbúa. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Íbúum á Vestfjörðum hefur fjölgað um 72 frá 1. desember 2022 til 1. júní 2023. Er fjölgunin 1% sem er heldur minna en fjölgunin á landsvísu sem er 1,5%. íbúuar með lögheimili á Vestfjörðum voru 1. júní sl. 7.442. Fjölgað hefur í fjórðungnum frá 1. desember 2020 en þá voru íbúarnir 7.099. Er það tæplega 5% fjölgun á tveimur og hálfu ári.

Alls voru 393.971 íbúar með lögheimili á landinu um síðustu mánaðamót og hefur landsmönnum fjölgað um 5.800 síðutu sex mánuði. Mest hefur fjölgunin verið í Reykjavík 2.041 íbúa fjölgun.

Á Vestfjrðum fjölgaði um 27 íbúa í Ísafjarðarbæ, um 20 manns í Bolungavík og um 14 í Vesturbyggð.

Íbúafjöldi á Vestfjörðum.

DEILA