Véla og tækjaleigan hefur starfsemi á Ísafirði

Véla og tækjaleigan er iðnaðarfyrirtæki sem hefur opnað starfsstöð í Norðurtangahúsinu, Sundstræti 45 á Ísafirði.
Eigandinn er Aron Óli Arnarson, verktaki með mikla reynslu á ýmsum sviðum innan iðnaðarbransans. Með opnuninni hyggst fyrirtækið auka aðgengi viðskiptavina sinna að hinum ýmsu tækjum og verkfærum.
Véla og tækjaleigan býður upp á leigu á stærri tækjum, ss smá gröfu, steinsög, rafknúnum hjólbörum og vinnulyftu, sem og á minni tækjum eins og kjarnaborvél, flísaskera, (múr)hrærivél og brotvél. Auk þess að leigja út verkfæri útvegar fyrirtækið verktaka, með mikla þekkingu á öllum verkfærunum, til ýmissa verkefna.
Þeir sem vilja notfæra sér þjónustu fyrirtækisins geta haft samband í síma: 8695316 eða í gegnum facebook síðu fyrirtækisins: Véla og tækjaleigan

DEILA