TIL HAMINGJU MEÐ SJÓMANNADAGINN

Páll Pálsson ÍS í Ísafjarðarhöfn. Mynd: Sturla Páll Sturluson.

Bæjarins besta sendir sjómönnum og fjölskyldum þeirra, sem og öllum Vestfirðingum hamingjuóskir með sjómannadaginn.

Í dag verða fimm guðsþjónustur og messur í Ísafjarðarprestakalli. Um morguninn verður guðsþjónusta í Hnífsdalskapellu og kl 11 í Flateyrarkirkju. Á sama tíma verður messa í Ísafjarðarkirkju. Kl 14 verða guðsþjónustur í Þingeyrarkirkju og í Hólskirkju í Bolungavík.

Í Bolungavík verður hópganga undir fánum kl. 13:30 frá Brimbrjótnum að Hólskirkju. KL 14 verður hátíðadagskrá í Hólskirkju og að henni lokinni verður lagður blómsveigur að minnismerki sjómanna í krikjugarðinum. Kaffisala kvennadeildarinnar Ásgerður hefst kl 15 í Slysavarnarhúsinu.

Í Hnífsdal verður slysavarnardeildin með kaffisölu frá kl 15 í Félagsheimilinu í Hnífsdal.

Á Patreksfirði verður sjómannadagsmessa og heiðrun kl 11 í Patrekskirkju. Eftir messu verður skrúðganga að minnisvarða sjómanna. Kappróður hefst kl 13 og frá kl 15 verður kaffisala kvenfélagsins Sifjar í FHP.

DEILA