Þingeyri: íslenskuvænt samfélag – kynning á föstudaginn

Blábankinn Þingeyri.

Átakið gefum íslensku sjéns – íslenskuvænt samfélag verður kynnt í Blábankanum á Þingeyri föstudaginn 2. júní kl 17.

Átakið felur í sér að stuðla að notkun íslensku og auka tækifæri allra þeirra sem málið læra til að nota það á því stigi sem þeim hentar.

Að átakinu standa Háskólasetur Vestfjarða, Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Súðavíkurhreppur og Ísafjarðarbær.

DEILA