Guðmundur Björgvin Helgason, ríkisendurskoðandi segir að hann geri engan ágreining við þau sjónarmið sem fram koma í áliti Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata um skýrslu Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi skyndilausnir og skammsýni sem greint var frá á Bæjarins besta i gær.
hagsmunaaðilar hafi frjálsar hendur
Þar segir Þórhildur Sunna meðal annars „að ráða megi af skýrslunni að hagsmunaaðilar í fiskeldi hafi í raun haft verulega frjálsar hendur um það hvernig starfseminni væri hagað án þess að stjórnsýslu- og eftirlitsstofnanir hefðu verkfæri til að bregðast við eða setja þeim nokkurn ramma.“
Aðspurður um það hvort þessi ummæli séu rétt túlkun á því sem fram kemur af hálfu Ríkisendurskoðunar svaraði Guðmundur:
„Skýrslur Ríkisendurskoðunar tala sínu máli, rétt eins og þau álit sem koma frá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd um skýrslur embættisins. Ríkisendurskoðun gerir engan ágreining við hvernig stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hagar sínum störfum eða við þau sjónarmið sem fram kunna að koma í einstökum álitum.“