Opnað á Hrafnseyri

Hrafnseyri.

Sýningin um Jón Sigurðsson á Hrafnseyri og kaffihúsið í burstabænum opna þann 1. júní.

Almennur opnunartími er frá 11 til 17 alla daga en einnig á öðrum tímum eftir samkomulagi.

Sýningin um ævi, störf og arfleifð Jóns Sigurðssonar var opnuð þann 17. júní 2011 í tilefni þess að 200 ár voru liðin frá fæðingu Jóns. Á sýningunni má finna mikinn fróðleik um Jón Sigurðsson, en einnig um goðorðsmanninn Hrafn Sveinbjarnarson sem bjó á staðnum á þrettándu öld, og landnámsfólkið Ánn rauðfeld og Grelöð konu hans sem að öllum líkindum voru fyrst til að setjast að á staðnum.

Á kaffihúsinu í burstabænum verður á boðstólnum, kaffi, vöfflur og kökur ásamt fleiru góðgæti. Burstabærinn var reistur árið 1997 og gefur ágæta mynd af þessu séríslenska byggingarlagi. Bærinn er vinsæll áfangastaður og bæði hægt að sitja með kaffið inni og úti á palli.

DEILA