Kona á skjön: Ævi og störf Guðrúnar frá Lundi

Sumarsýningin í Kaffi Kind á Sauðfjársetrinu í Sævangi verður opnuð laugardaginn 3. júní kl. 15:00, á fæðingardegi Guðrúnar frá Lundi.

Sýningin heitir Kona á skjön og höfundar og hönnuðir hennar eru Kristín Sigurrós Einarsdóttir og Marín Hrafnsdóttir sem munu heimsækja okkur seinna í sumar með viðburð.

Guðrún Baldvina Árnadóttir (1887-1975) sem notaði jafnan höfundarnafnið Guðrún frá Lundi var einn allra vinsælasti og afkastamesti skáldsagnahöfundur þjóðarinnar á sinni tíð. 

Bækur hennar nutu framan af lítils álits meðal bókmenntafræðinga og ritdómara en þær hafa lifað og haldið vinsældum og í rauninni má segja að Guðrún hafi skapað sérstaka bókmenntagrein sem nýtur æ meiri viðurkenningar.

Bækur Guðrúnar seldust jafnan mjög vel og voru lengi útlánahæstu bækur íslenskra bókasafna.

Á dagskránni í Sauðfjársetrinu verður fróðleikur um Guðrúnu kl. 15:00.

Pönnukökuhlaðborð í tilefni dagsins

DEILA