Skipulags- og mannvirkjanend Ísafjarðarbæjar leggur til að heimilað verði að breyta deiliskipulagi við Tunguskeið á þann veg að fimm raðhúsalóðir verði sex við götuna Bræðratungu.
Lóð nr. 2 stækkar en aðrar lóðir minnka. Lóðirnar eru áfram ætlaðar fyrir raðhús á einni til tveimur hæðum. Auk
þess er heimilt að byggja allt að 10 m² geymsluskúr á hverri lóð, utan byggingarreits næst götu.
Grenndarkynning hefur farið fram og bárust engar athugasemdir.
Breytingin á deiliskipulaginu telst óveruleg.
Tillagan verður afgreidd á næsta fundi bæjarstjórnar.
