Ísafjörður: Gefum íslensku séns — málþing

Málþing átaksverkefnisins Gefum íslensku séns, haldið í Háskólasetri Vestfjarða fimmtudaginn 8. júní.

Á málþinginu verður unnið með spurninguna hvernig samfélag geti hjálpað til við máltileinkun fólks með íslensku sem annað mál og skapað tækifæri fyrir fólk til að taka framförum. Málþingið er liður í dagskrá Gefum íslensku séns sem styrkt er af þróunarsjóði innflytjendamála.

Dagskrá:

13:00 Málþingsstjóri Ólafur Guðsteinn Kristjánsson setur þingið
13:10 Gísli Hvanndal: Íslensk málfræði og enskar samræður
13:30 Aba Belén Fernández Organista: Hvað tók þig langan tíma að læra íslensku?
13:50 Martina Cernotová og Kristín Björk Gunnarsdóttir frá SÍMEY á Akureyri: Gefum íslensku séns á móðurmálinu: Hlutverk móðurmáls nemenda í kennslu íslensku sem annars máls.
14:10 Guðlaug Stella Brynjólfsdóttir: Íslenskuþorpið: Stuðningsvænt námsumhverfi á leið íslenskunema til virkrar þátttöku í samfélaginu.
14:30 Joanna Majewska: Upplifun mín af íslensku
14:50 Guðmundur Auðunsson og Hervé Debono: Kynning á smáforritinu Bara tala, nýrri stafrænni lausn í íslenskukennslu.
15:15 Hvatningarávarp Braga Þórs Thoroddsens, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps, undir kaffisamsæti og veitingum. Möguleiki verður á spjalli um erindin.
15:40 Frumsýning kynningarmyndbands Gefum íslensku séns unnið af Margeiri Haraldssyni Arndal og Önnu Sigríði Ólafsdóttur.
16:00 Áformuð lok málþings.

DEILA