Ísafjörður: 200 m.kr. tekjur af ferðamönnum um helgina

Skipin fjögur á Ísafirði í gær. Mynd: Björn Davíðsson.

Sjö skemmtiferðaskip komu til Ísafjarðar um helgina, þrjú á laugardaginn og fjögur í gær, sunnudag. Bæjarins besta bar það undir fólk í ferðaþjónustunni og fékk það mat að um 6.000 ferðamenn hefðu verið hvorn dag, sem komið hefðu í land. Mikil umsvif voru í þjónustu við þá, svo sem með rútum og voru ferðir t.d. til Dynjanda í Arnarfirði, Ósvör í Bolungavík, Hvítanes í Skötufirði og víðar auk þess sem siglt í Vigur svo dæmi sé nefnt.

Ljóst er að verulegar tekjur fylgja skemmtiferðaskipunum. Í skýrslu sem Peter Wild gerði gerði fyrir Cruise Iceland og Hafnasamband Íslands og gefin var út í janúar 2019 kemur fram að meðaleyðsla farþega var um 16 þús. kr. á farþega og meðaleyðsla þess hluta áhafnar sem fer í land um 8.000 kr. á mann.

Ef þessar tölur eru notaðar má ætla að eyðsla farþeganna um helgina hafi verið um 200 m.kr. Þá á eftir að bæta við tekjum hafnarsjóðs. Þær voru skv. skýrslu Wild 64 m.kr. árið 2019 og örugglega skipta tekjur hafnarsjóðs um helgina milljónum króna af skipunum sjö.

DEILA